Translation:
In the winter it is so dead and dreary, for the darkness creeps over the people, and the cold weather shudders and pierces, moving towards hot blood.
Then, that fine light shines low in the south of the land, like a deaf sun. When else is it more necessary to drink, then at Yule?
Our fathers wised that the middle of winter should be celebrated. Yes – back then many a man was drunk of mead in the hall.
At Þorrablót there was heavy drinking, bull-horns went around the benches, and the ugly enemy soaked with boasts and beer.
And shields flowed with pure gold, were arranged in a ring around the host of chiefs, and hot kettles were filled whole with horse meat.
Wastefulness was with brilliant worth, so tremendous was the great gushing, since libation was drunk to the Gods all, and eightfold Þórr.
Because of that, no one has to ask of Öku-Þórr to try a drink; he drank them all under the table in one pull.
Though, the fleshmongering was the worst – Lord protect us from that. That corner of the sea is often refreshed by the strong god.
And we, who now in weakness try to walk in our fathers tracks, we bid Þór from pure heart for mind and courage.
The glass is now all weak: the beautiful mirrored shield-bosses of old, kettles to plates streaming with steaks, horns of liquor.
Because of that, there is still need to bid on strength and mind for the weak host, and to call on strong Þór to steady our Þorrablót.
O! Gift us Þór! To that time! To drink as much as you! We sign the heathen hammer in memory and pure belief!
Original text:
Á vetrum er svo dautt og dapurt,
Því dimman grúfir yfir þjóð,
Og kuldahretið hryllir napurt
Ið heita blóð.
Þá gægist að eins lágt um ljóra
Í landasuðri hin daufa sól,
Hvenær er heldur þörf að þjóra
En þá, um jól?
Það feður vorir vissu endur
Að vetri miðjum fagna skal,
Já, þá var margur maður kenndur
Af mjöð í sal.
Við Þorrablót var þéttan drukkið,
Er Þjórshornið um bekki fór,
Og þar var ljóta Satans sukkið
Við sumbl og bjór.
Og skjöldum, renndum skíru gulli,
Var skipað kríngum goða sjöt,
Og hitukatlar heilagt fullir
Með hrossakjöt.
Spillíngin var með virðum snjöllum
Svo voðalega geysistór,
Því full var drukkið Ásum öllum
Og áttfaldt Þór.
Því til þess hafði einginn orðið
Við Öku-Þór að reyna drykk;
Hann drakk þá alla undir borðið
Í einum rykk.
Þótt melludólgur væri´ann versti –
Varðveiti Drottin oss frá því –
Því optar hornsjórinn hressti
Inn hrausta tý.
Og vér, sem nú í veikleik reynum
Í vorra feðra að gánga spor,
Vér biðjum Þór af hjörtum hreinum
Um hug og þor.
Að gleri alt er orðið veiku:
Að ítrum speiglum buklin forn,
Katlar að disk með strembnum steikum,
Að staupum horn.
Það er því meir enn þörf að biðja
Um þrótt og huga veikri sjót,
Og heita á þrúðgan Þór að styðja
Vort Þorrablót.
Æ, gef oss, Þór! að þessu sinni!
Að þjóra jafnmikið og þú!
Vér signum hamri heiðið minni
Í hreinni trú.